Lífið

Fréttaritari Rúv þambar sunnlenskan bjór í beinni frá Wall Street

Sveinn Helgason tekur virkan þátt í Sunnlendingaballinu
Sveinn Helgason tekur virkan þátt í Sunnlendingaballinu

Núna þegar efnahagshörmungarnar ganga yfir land og þjóð eru fáir betur í stakk búnir til að taka á hörmungunum en Sunnlendingar. Sunnlendingar hafa hrist af sér Suðurlandsskjálfta, Buffaló skó og vafasamari þingmenn en hollt er að fara yfir í þessari tilkynningu.

Hljómsveitin Skítamórall, poppkóngurinn Ingó veðurguð og Hreimur úr Landi og sonum ætla að fara fremstir í flokki á Sunnlendingaballi á Players föstudaginn 17. október.

Suðurlandssafinn sí-góði SKJÁLFTI verðir í boði fyrir 300 fyrstu gestina en það er bjór sem á rætur sínar að rekja á Suðurlandi.

Bjórinn mun fá sérstaka heiðursfylgd frá Erlu Vinsý ungfrú suðurlandi og Gulla blómastúlka Selfoss munu afhenda gestum Players bjórinn persónulega. Hinir einu sönnu Dj Marvin ásamt Tj the Dj ætla að hita upp salinn en þeir hafa ekki skemmt saman síðan skemmtistaðurinn Inghóll var og hét á Selfossi.

Kynnir kvöldsins verður umboðsmaður Íslands Einar Bárðarson frá Selfossi.

Það er Samband Sunnlenskra skemmtikrafta (SSS) sem stendur fyrir þessu fyrsta árlega Sunnlendinga balli í Reykjavík. Fjáreftirlit Flóa og Skeiðamanna er nýkomið af fjöllum og voru heimtur góðar og hafa flestir félagsmenn skilað sér til byggða.

Sérstök skilanefnd hefur verið sett yfir ballið sem á að sjá til þess að fólk skili sér á réttum tíma en húsið opnar klukkan 23:00.

Einn af bestu sonum Suðurlands Sveinn Helgason fréttaritari Sjónvarspins í Bandaríkjunum verður í beinu sambandi frá Wall Street þar sem hann þambar einn Skjálfta í beinni útsendingu!

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Concert sem sér um skipulagningu á kvöldinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.