Lífið

Bannað að minnast á Brangelinu

Það er slegist um réttinn til að birta fyrstu myndirnar af frægustu ófæddum börnum heims, tvíburum Brangelinu. En það er ekki nóg að vera tilbúinn til að punga út fúlgum fjár fyrir myndirnar. Samkvæmt heimildum TMZ setja þau Angelina Jolie og Brad Pitt það skilyrði að blaðið sem birtir myndirnar eftirsóttu minnist ekki einu orði á gælunafn þeirra hjóna í fjölmiðlum „Brangelina".

Heimildamenn vefsins segja að parið þoli ekki viðurnefnið, og Angelinu sé sérstaklega uppsigað við það. Blöðin virðast ekki setja þetta skilyrði fyrir sig, en hæsta boð í myndirnar er nú sagt vera 16 milljónir dollara - rúmar tólf hundruð milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.