Enski boltinn

David Di Michele er leikmaður 5. umferðar - Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Di Michele.
David Di Michele. Nordic Photos / Getty Images

David Di Michele, er leikmaður 5. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði tvívegis í 3-1 sigri West Ham á Newcastle um helgina.

Eins og alltaf eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni má sjá samantekt úr hverjum leik og brot af því besta, svo sem leikmaður og lið umferðarinnar og fimm bestu mörkin. Smelltu hér til að sjá yfirlit myndbandanna.

Smelltu hér til að sjá myndband af David Di Michele, leikmanni 5. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Di Michele er 32 ára gamall Ítali sem hefur alla sína tíð leikið í heimalandinu þar til hann var lánaður til West Ham nú í haust.

Hans fyrsti leikur var í 3-2 tapinu fyrir West Brom um síðustu helgi er hann kom inn á sem varamaður fyrir Dean Ashton sem meiddist.

Ashton var enn meiddur um helgina og var því Di Michele í byrjunarliðinu og skoraði sín fyrstu mörk í ensku úrvalsdeildinni og var í kjölfarið valinn besti leikmaður umferðarinnar.

Hann lék með Torino í fyrra og skoraði þá sex mörk í 25 leikjum. Áður hafði hann komið víða við, til að mynda í Udinese og Reggina.

Di Michele spilaði með Udinese í Meistaradeildinni tímabilið 2005-6 en frægasti leikur hans er líklega bikarleikur gegn Lecce tímabilið á undan. Þá skoraði tvö mörk áður en markvörðurinn Samir Handanovic var rekinn af velli.

Di Michele fór þá í markið og varði vítaspyrnu á lokamínútum leiksins sem um leið tryggði Udinese 5-4 sigur í leiknum.

Það er þó svartur blettur á hans ferli en hann var dæmdur í þriggja mánaða leikbann í mars í fyrra fyrir að vera uppvís að veðmálabraski. Hann fékk einnig þunga sekt en mátti þó æfa með Torino og spila æfingaleiki.

Það var svo Nicklas Bendtner, leikmaður Arsenal, sem þótti skora fallegasta mark umferðarinnar í leik gegn Bolton eins og sjá má hér.

Lið umferðarinnar:

Markvörður: Craig Gordon, Sunderland

Varnarmenn:

Andy Griffin, Stoke

Leon Cort, Stoke

Julien Faubert, West Ham

Ruchard Dunne, Manchester City

Miðvallarleikmenn:

Denilson, Arsenal

Ji-Sung Park, Manchester United

Shaun-Wright Phillips, Manchester City

Sóknarmenn:

John Carew, Aston Villa

Michael Chopra, Sunderland

David de Michele, West Ham






Fleiri fréttir

Sjá meira


×