TBR hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumóti félagsliða í badminton sem fer fram í Moskvu í Rússlandi.
Í gær lék TBR við SHVSM Kharkov frá Úkraínu og tapaði, 5-2. Helgi Jóhannesson sigraði í báðum sínum leikjum í viðureigninni, í tvenndarleik með Tinnu Helgadóttur og í tvíliðaleik karla með Magnúsi Inga Helgasyni.
Í morgun tapaði svo TBR fyrir heimamönnum í Favorit-Ramenskoe, 7-0. En þrátt fyrir yfirburðina börðust liðsmenn TBR í hverri lotu sem voru margar hverjar afar naumar.
Þar með er ljóst að TBR kemst ekki upp úr riðlinum. Lokaviðureign liðsins í Moskvu verðu rgegn EGO Sport Club frá Tyrklandi sem hafa einnig tapað sínum viðureignum til þessa.