Lífið

Edrúmennskan gengur framar öllum vonum, segir Einar Ágúst

Einar Ágúst talar opinskátt um edrúmennskuna. Nú eru bráðum 2 ár liðin síðan hann tók sig á og hætti í ruglinu.
Einar Ágúst talar opinskátt um edrúmennskuna. Nú eru bráðum 2 ár liðin síðan hann tók sig á og hætti í ruglinu.

"Nei ég spila ekki lengur með Skítamóral. Ég hætti árið 2004 en þeir buðu mér reyndar að vera með þessar elskur. Ég er bara að einbeita mér að sólóferlinum mínum. Það er önnur plata framundan. Ég hef miklu meira en nóg að gera í spilamennskunni," segir Einar Ágúst tónlistarmaður.

"Edrúmennskan gengur framar öllum vonum. Tvö ár að detta inn og lífið leikur ótrúlega vel við mig. Ég haga lífi mínu bara samkvæmt minni trú og 12 spora kerfinu eftir að hafa reynt að lifa lífinu á mörgum öðrum forsendum."

"Ég skil þetta ekki sjálfur. Ég segi eins og vinur minn í Tónabúðinni sagði: Ég tók ekki þátt í neinu góðæri og tek ekki þátt í kreppu heldur," segir Einar Ágúst sem byrjar að taka upp nýju sólóplötuna í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.