Enski boltinn

Agüero á leið til City í janúar?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Agüero í leik með Atletico Madrid.
Sergio Agüero í leik með Atletico Madrid. Nordic Photos / AFP

Enskir fjölmiðlar halda því fram að Manchester City gæti reynt að lokka Argentínumanninn Sergio Agüero frá Atletico Madrid til félagsins.

Agüero hefur slegið í gegn á Spáni og var einnig í argentínska landsliðinu sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í sumar.

City er sagt reiðubúið að borga meira fyrir hann en félagið gerði fyrir Robinho en það var metupphæð í Bretlandi, 32,5 milljónir punda eða 5,7 milljarða króna.

Agüero kom til Atletico frá Independiente í heimalandi sínu árið 2006 en hann bætti met Diego Maradona með félaginu er hann varð yngsti leikmaður frá upphafi til að spila með því, aðeins fimmtán ára gamall.

Agüero á enn fjögur ár eftir af samningi sínum í Madríd en klásúla í samningi hans heimilar honum að fara til annars félags berist boð upp á 60 milljónir evra eða 8,4 milljarða króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×