Lífið

Paris og Posh berjast um paparassana

sev skrifar
Meira að segja furðulegt höfuðfatið dugaði ekki til.
Meira að segja furðulegt höfuðfatið dugaði ekki til.
Ljósmyndarar london borgar unnu líklega yfirvinnu í gær. Tískudrósirnar Paris Hilton og Victoria Beckham voru báðar staddar í borginni, hver að kynna nýjasta viðskiptaævintýri sitt.

Posh var í Harrods að reyna að pranga út gallabuxnalínu sinni, sem hefur verið fálega tekið vestanhafs þar sem hún var fyrst kynnt. Í Selfridges, rúmum þremur kílómetrum neðar á Oxford stræti, var Paris hinsvegar að kynna nýtt ilmvatn sitt, Can Can.

Þrátt fyrir að báðar hafi fengið sinn skerf af paparössum, þótti Kryddstúlkan fyrrverandi almennt hafa unnið athyglikeppnina með miklum yfirburðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.