Lífið

Pandabirnir í Cannes

Það er ekki oft sem bjarndýr fá að ganga eftir rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, hvað þá pandabirnir með Kung Fu sem sérgrein.

Pandabjörnin er hetjan í nýrri teiknimynd DreamWorks-kvikmyndaversins og merkilegt nokk sérvalin til þátttöku í hátíðinni ásamt ýmsum listrænum kvikmyndum víða að. Pandabjörninn Po á þó ekki möguleika á verðlaunum.

Myndin var frumsýnd með viðhöfn í gærkvöldi. Hver stórstjarnan á fætur annarri mætti líkt og venjan er í Cannes á þessum árstíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.