Talar í símann fyrir 19 þúsund á dag - alla daga vikunnar 6. desember 2008 18:04 Símareikningur forsetaembættisins á fyrstu tíu mánuðum ársins var 5,7 milljónir króna, eða um 19 þúsund krónur á dag, alla daga vikunnar. Það er ekki ókeypis að hafa forseta en samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu hefur þjóðhöfðinginn kostað íslenska skattgreiðendur 60 milljónir króna það sem af er ári. Lítum aðeins á helstu kostnaðarliðina: Gera má ráð fyrir að forsetinn hafi hringt mikið til útlanda á árinu en símreikningur er á sjöttu milljón króna. Teknar voru myndir af Ólafi fyrir 1,6 milljónir og tók embættið leigubíla fyrir 1,4. Það var ferðast á árinu, þó lítillega innanlands eða fyrir 400 þúsund en til útlanda fyrir 9,6 milljónir og þá ekki gist frítt en hótelkostnaður er fyrir rúmlega fimm milljónir. Risnufé þ.e. veisluhöld fyrir erlenda þjóðhöfðingja nú eða handboltaliðið okkar kostaði íslensku þjóðina um níu milljónir króna og bensín á bíl forsetans kostaði rúma milljón. Þá má til gamans geta að póstburðagjöld kostnuðu embættið 360 þúsund, vöru og hraðflutningar 423 þúsund. Skreytingar bæði á Bessastaði og á Sóleyjargötuna þar sem skrifstofa forseta er, kostaði 450 þúsund og keyptar kaffiveitingar 777 þúsund. Þá má ekki gleyma launum forsetans sem eru rúmar 1800 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 22 milljónir á árinu öllu. --------- Athugasemd frá forsetaembættinu: „Forsetaembættið vill taka fram í tilefni af fréttum á visir.is og Stöð 2 að tölulegar upplýsingar í fréttinni eru ekki fengnar frá embættinu eins og þar er gefið í skyn. Þar að auki eru mörg efnisatriði beinlínis röng eða villandi. Sagt er t.d. að teknar hafi verið myndir af forsetanum fyrir 1,6 milljónir króna. Það er rangt. Myndatökur á vegum embættisins eru einkum af trúnaðarbréfsafhendingum erlendra sendiherra og heimsóknum fulltrúa erlendra ríkja til Íslands. Gefið er í skyn að forsetinn sé einn ábyrgur fyrir símakostnaði á vegum embættisins en þar er um að ræða síma- og fjarskiptakostnað vegna starfsemi á forsetaskrifstofu og allra átta starfsmanna embættisins. Gefið er í skyn að veisluhöld fyrir erlenda þjóðhöfðingja eða handboltaliðið hafi kostað 9 milljónir króna. Tekið er á móti 6.000-8.000 gestum á ári hverju á Bessastöðum og er risnukostnaðurinn vegna heimsókna þessa mannfjölda. Framsetning á kostnaði vegna ferðalaga innanlands og erlendis er einnig ýmist rangur eða villandi. Einnig er rangt að tala um að bensínkostnaður eigi við um bifreið forsetans, heldur er um að ræða kostnað vegna allra bifreiða embættisins, þar með taldar þjónustubifreiðar. Það er leitt að ábyrgir fréttamenn og fréttamiðlar skuli fara með slíkar staðleysur og villandi frásagnir af forsetaembættinu án þess að leita réttra upplýsinga hjá embættinu sjálfu." ---- Athugasemd frá ritstjóra: Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 vill taka það fram að allar tölur sem fram koma í fréttinni eru réttar. Þær eiga við um embættið í heild sinni, en ekki forsetann persónulega. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Símareikningur forsetaembættisins á fyrstu tíu mánuðum ársins var 5,7 milljónir króna, eða um 19 þúsund krónur á dag, alla daga vikunnar. Það er ekki ókeypis að hafa forseta en samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu hefur þjóðhöfðinginn kostað íslenska skattgreiðendur 60 milljónir króna það sem af er ári. Lítum aðeins á helstu kostnaðarliðina: Gera má ráð fyrir að forsetinn hafi hringt mikið til útlanda á árinu en símreikningur er á sjöttu milljón króna. Teknar voru myndir af Ólafi fyrir 1,6 milljónir og tók embættið leigubíla fyrir 1,4. Það var ferðast á árinu, þó lítillega innanlands eða fyrir 400 þúsund en til útlanda fyrir 9,6 milljónir og þá ekki gist frítt en hótelkostnaður er fyrir rúmlega fimm milljónir. Risnufé þ.e. veisluhöld fyrir erlenda þjóðhöfðingja nú eða handboltaliðið okkar kostaði íslensku þjóðina um níu milljónir króna og bensín á bíl forsetans kostaði rúma milljón. Þá má til gamans geta að póstburðagjöld kostnuðu embættið 360 þúsund, vöru og hraðflutningar 423 þúsund. Skreytingar bæði á Bessastaði og á Sóleyjargötuna þar sem skrifstofa forseta er, kostaði 450 þúsund og keyptar kaffiveitingar 777 þúsund. Þá má ekki gleyma launum forsetans sem eru rúmar 1800 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 22 milljónir á árinu öllu. --------- Athugasemd frá forsetaembættinu: „Forsetaembættið vill taka fram í tilefni af fréttum á visir.is og Stöð 2 að tölulegar upplýsingar í fréttinni eru ekki fengnar frá embættinu eins og þar er gefið í skyn. Þar að auki eru mörg efnisatriði beinlínis röng eða villandi. Sagt er t.d. að teknar hafi verið myndir af forsetanum fyrir 1,6 milljónir króna. Það er rangt. Myndatökur á vegum embættisins eru einkum af trúnaðarbréfsafhendingum erlendra sendiherra og heimsóknum fulltrúa erlendra ríkja til Íslands. Gefið er í skyn að forsetinn sé einn ábyrgur fyrir símakostnaði á vegum embættisins en þar er um að ræða síma- og fjarskiptakostnað vegna starfsemi á forsetaskrifstofu og allra átta starfsmanna embættisins. Gefið er í skyn að veisluhöld fyrir erlenda þjóðhöfðingja eða handboltaliðið hafi kostað 9 milljónir króna. Tekið er á móti 6.000-8.000 gestum á ári hverju á Bessastöðum og er risnukostnaðurinn vegna heimsókna þessa mannfjölda. Framsetning á kostnaði vegna ferðalaga innanlands og erlendis er einnig ýmist rangur eða villandi. Einnig er rangt að tala um að bensínkostnaður eigi við um bifreið forsetans, heldur er um að ræða kostnað vegna allra bifreiða embættisins, þar með taldar þjónustubifreiðar. Það er leitt að ábyrgir fréttamenn og fréttamiðlar skuli fara með slíkar staðleysur og villandi frásagnir af forsetaembættinu án þess að leita réttra upplýsinga hjá embættinu sjálfu." ---- Athugasemd frá ritstjóra: Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 vill taka það fram að allar tölur sem fram koma í fréttinni eru réttar. Þær eiga við um embættið í heild sinni, en ekki forsetann persónulega.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir