Fótbolti

Leikur Serbíu og Íslands ekki í Sjónvarpinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr fyrri leik Íslands og Serbíu en hér eigast við Margrét Lára Viðarsdóttir og Lidija Stojkanovic.
Úr fyrri leik Íslands og Serbíu en hér eigast við Margrét Lára Viðarsdóttir og Lidija Stojkanovic. Mynd/Hörður

Ekkert verður að því að Rúv sýni leik Serbíu og Íslands í undankeppni EM 2009 í beinni sjónvarpsútsendingu eins og til stóð.

Eftir því sem kemur fram á skjámynd sem nú er í útsendingu Sjónvarpsins er þetta „vegna tæknilegra mistaka serbneska sjónvarpsins [...] Beðist er velvirðingar á því".

Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verða fluttar fregnir af gangi leiksins eins og unnt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×