Enski boltinn

Ashley felur banka að selja Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mike Ashley, eigandi Newcastle.
Mike Ashley, eigandi Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur falið fjárfestingarbankanum Seymour Price að sjá um sölu félagsins. Þetta var staðfest í yfirlýsingu sem félagið birti í dag.

Stjórnarformaður bankans er Keith Harris en hann hefur áður komið að sölu enskra úrvalsdeildarfélaga, til að mynd Chelsea, Aston Villa og Manchester City.

Ashley vill selja Newcastle eftir að stuðningsmenn félagsins mótmæltu uppsögn Kevin Keegan, fyrrum knattspyrnustjóra liðsins.

Newcastle er sem stendur í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×