Innlent

Fjórmenningarnir játa samræði við stúlkuna

Fjórir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa nauðgað 17 ára stúlku í heimahúsi í vikunni. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tekin verður skýrsla af stúlkunni fyrir dómi á morgun.

Samkvæmt heimildum fréttastofu viðurkenna allir mennirnir fjórir að hafa haft samræði við stúlkuna. Þeir bera því hins vegar við að það hafi verið með með hennar samþykki. Stúlkan var gestur í íbúð sem tveir þessara mannana leigja saman og var vinkona hennar með henni. Áfengi var haft um hönd.

Lögreglan rannsakar nú hvað gerðist nákvæmlega í íbúðinni eftir að stúlkan og vinkona hennar komu þangað en það eina sem liggur fyrir er að stúlkunni og vinkonuni var skutlað heim af hinum grunuðu síðar um kvöldið. Fyrst vinkonunni og síðan stúlkunni.

Um leið og stúlkan steig út úr bílnum tók hún niður bílnúmerið, hringdi í lögreglu og kærði. Mennirnir fjórir voru í kjölfarið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Stefnt er að því að stúlkan gefi skýrslu fyrir dómara á morgun en henni hefur verðið skipaður réttargæslumaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×