Lífið

Simon Cowell: Keppnin aldrei verið tvísýnni

ellyarmanns skrifar
Simon Cowell segir báða keppendur geta átt von á sigri.
Simon Cowell segir báða keppendur geta átt von á sigri.

Simon Cowell sagði á kynningarfundi bandarísku Idol-stjörnuleitarinnar í dag að aldrei í sögu Idolsins hefur keppnin verið eins tvísýn og í ár.

Fyrri hlutinn er búinn og gríðarlega spennandi keppni framundan. Andrúmsloftið er spennuþrungið milli David Archuleta og David Cook sem berjast um toppsætið í kvöld.

David Archuleta 17 ára og David Cook 25 ára eru báðir efnilegir söngvarar.

Búist er við 70 - 100 milljónum atkvæða frá amerískum áhorfendum sem fylgjast spenntir með þessum vinsælasta sjónvarpsviðburði í heimi.

Úrslitarþátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 23 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.