Enski boltinn

Gerrard og Alonso mæta Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni verður án efa toppslagur Chelsea og Liverpool. Bæði lið fengu í dag góð tíðindi af leikmönnum sem átt hafa við meiðsli að stríða.

Miðjumennirnir Steven Gerrard og Xabi Alonso hafa þannig náð sér eftir smávægileg meiðsli sem þeir urðu fyrir í Meistaradeildinni í vikunni, en framherjinn Robbie Keane er reyndar nokkuð tæpur.

Úr herbúðum Chelsea er það helst að frétta að bakvörðurinn Ashley Cole er byrjaður að æfa með liði sínu á ný eftir að hafa meiðst með enska landsliðinu á dögunum.

Þá bárust þær fréttir að miðjumaðurinn sterki Michael Essien gæti jafnvel snúið mánuði fyrr til baka eftir hnémeiðsli en áætlað var og er jafnvel væntanlegur snemma á árinu.

Didier Drogba, Michael Ballack og Joe Cole missa af leiknum við Liverpool um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×