Innlent

Neyðarkallinn seldist vel þrátt fyrir kreppu

Kristnn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Kristnn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar

,,Við fundum ekki fyrir kreppunni heldur mikilli samstöðu. Við erum í skýjunum með stuðning þjóðarinnar," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, um sölu á Neyðarkallinum sem fram fór um helgina.

Sjálfboðaliðar á vegum björgunarsveita og slysavarnadeilda Landsbjargar stóðu um land allt fyrir árlegri fjáröflun um helgina með sölu á svokölluðum Neyðarkalli.



Mun fleiri fyrir Neyðarkallinn með reiðufé en greiðslukortum sé miðað við seinustu ár. ,,Það er marktækur munur á því hvort fólk borgaði með pening eða greiðslukortum," segir Kristján.

Ekki er búið að taka saman nákvæmar sölutölur en mun fleiri Neyðarkallar seldust um helgina sé miðað við seinasta ár, að sögn Kristjáns. Þá seldust rúmlega 30 þúsund stykki af Neyðarkallinum að andvirði ríflega 30 milljóna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×