Um helgina sögðu mörg glanstímarit frá því að Angelina Jolie og Brad Pitt hefðu keypt glæsilega villu á frönsku ríveríunni fyrir um fimm milljarða.
Nú hefur það hins vegar komið í ljós að parið keypti ekki villuna heldur ætla þau að leigja hana. People greinir frá því að Jolie og Pitt hafi skrifað undir þriggja ára leigusamning við eigandann af villunni en hún stendur á 356 hektara landi. Þar er að finna allan lúxus sem hugurinn girnist en svefnherbergin eru 35 talsins.