Enski boltinn

Bilic: Er ekki að taka við Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bilic að störfum hjá landsliði Króatíu.
Bilic að störfum hjá landsliði Króatíu.

Slaven Bilic segir þær sögur ekki sannar að hann sé að fara að taka við Tottenham. Slúðurblöðin á Englandi hafa orðað hann við stöðuna en byrjun liðsins á tímabilinu hefur verið afleit.

„Ég hef verið orðaður við mörg ensk lið og get ekki sagt annað en að ég sé stoltur. En ég er samningsbundinn króatíska landsliðinu og einbeiti mér að því verkefni," sagði hinn 40 ára Bilic.

Bilic lék á sínum tíma með West Ham og Everton en hann hefur áður neitað tilboðum frá West Ham og Manchester City um stöðu knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×