Erlent

Zawahri segir Obama hafa snúið baki við íslömskum uppruna sínum

Ayman al-Zawahri, næstæðsti maður al-Qaida samtakanna, hvatti múslíma til áframhaldandi árása á hin glæpsamlegu Bandaríki eins og hann orðaði það í ávarpi sem birt var í dag. Það gerði SITE-stofnunin sem fylgist með herskáum hópum múslíma.

Zawahri réðst einnig gegn Barack Obama, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa snúið baki við íslönskum uppruna sínum og sýna þess í stað fylgisspekt við Ísraela. Þá fór hann einnig niðrandi orðum um litarhátt Obama og sagði hann einungis þjóna hvítum mönnum. Enn fremur varaði hann Obama við því að fylgja sömu stefnu og George Bush Bandaríkjaforseti hefði gert á undanförnum árum í málefnum Mið-Austurlanda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×