Erlent

Löngu úrskurðaður látinn en birtist óvænt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Barn stendur við vegg með myndum af fjölda Chile-búa sem enn er saknað síðan á Pinochet-tímanum. Myndin er frá árinu 2004.
Barn stendur við vegg með myndum af fjölda Chile-búa sem enn er saknað síðan á Pinochet-tímanum. Myndin er frá árinu 2004. MYND/AFP/Getty Images

Maður frá Chile sem hvarf í hinu blóðuga valdaráni þar árið 1973 og var úrskurðaður látinn árið 1995 birtist í sínum gamla heimabæ í síðustu viku - sprelllifandi.

Í ljós kom að maðurinn hafði haldið sig í Argentínu við vinnu allar götur síðan hann hvarf og er nú hafin rannsókn á því hvort hann hafi með þessu tiltæki sínu gerst brotlegur við lög. Fjölskyldur þeirra sem hurfu sporlaust á valdatíma Augusto Pinochet tóku nefnilega við bótagreiðslum úr ríkissjóði Chile löngu síðar og nú spyrja yfirvöld sig hvort ekki hafi verið ólöglegt að hverfa með þeim hætti sem maðurinn gerði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×