Erlent

Réttarhöld vegna morðsins á Politkovskaju á bak við luktar dyr

MYND/AFP

Réttarhöld yfir þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild að morði á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju fara fram fyrir luktum dyrum.

Þetta ákvað dómari í málinu í morgun og vísaði til þess að kviðdómendur hefðu neitað að mæta í réttarsal ef fjölmiðlar yrðu viðstaddir málið. Lögmenn fjölskyldu Politkovskaju og þremenninganna sem ákærðir eru segja hins vegar að með þessu sé verið að koma í veg fyrir að réttarhöldin verði opin og réttlát.

Politkovskaja, sem var harður gagnrýnandi stjórnvalda í Rússlandi og fjallaði um grimmdarverk í stríðinu í Tsjetsjeníu, var myrt við heimili sitt í Moskvu fyrir um tveimur árum. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, þar á meðal fyrrverandi leyniþjónustumaður og lögreglumaður. Hin grunaði morðingi, Rustan Makhmudov, er hins vegar ófundinn en talið er að hann hafi flúið land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×