Lífið

Einkaþjálfari undirbýr heilsuhátíð á Íslandi

Unnur Pálmarsdóttir útskrifaðist í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Mynd/Gylfi Már.
Unnur Pálmarsdóttir útskrifaðist í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Mynd/Gylfi Már.

,,Undirbúningurinn er þegar hafinn fyrir Fusion Fitness Festival 2008 sem mun standa yfir 26. - 28. september," segir Unnur Pálmarsdóttir framkvæmdastjóri.

,,Ég fer erlendis að kenna og kanna það sem er nýtt í líkamsrækt. Þar kynnist ég kennurum og síðan tekur við samningaferli. Í ár fæ ég 3 nýja kennara á hátíðina, að vísu eru allir frá Bretlandi en þeir eru að sækja í sig veðrið í líkamsrækt og hreyfingu.







Unnur að kenna á Akureyri.

,,Í fyrra voru um 400 manns sem mættu. Þá kom 15 manna hópur frá Færeyjum og nú ætla Danir og Bretar að mæta, þeir eru búnir að hafa samband."

,,Í rauninni er hátíðin fyrir alla. Bæði fyrir þá sem stunda líkamsræktarþjálfun af kappi, þá sem hafa áhuga á dansi og vilja brjótast úr viðjum vanans, einkaþjálfara og fyrir fólk sem hefur áhuga á að bæta sig eða heilsuna."

,,Ég vil vekja almenning til umhugusunar um heilsuna og fá Íslendinga á þessa þriggja daga skemmtun. Í ár verður hægt að koma með fjölskylduna með sér."

Sjá heimasíðu heilsuhátíðarinnar hér.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.