Erlent

Eldur í norsku elliheimili

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Elliheimilið stendur í ljósum logum.
Elliheimilið stendur í ljósum logum. MYND/Odd Rømteland/NRK

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í elliheimili í Birkenes í Suður-Noregi á fimmta tímanum í morgun. Einn maður er alvarlega slasaður eftir brunann en átta öðrum var bjargað út úr húsinu.

Fólkinu hefur verið komið fyrir á bóndabæ í nágrenninu til bráðabirgða en verður útvegað annað húsnæði í dag. Slökkviliðið á staðnum segir að elliheimilið sem brann sé gjörónýtt. Eldsupptök eru ókunn enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×