Fótbolti

Del Bosque að taka við spænska landsliðinu?

NordcPhotos/GettyImages

Forseti spænska knattspyrnusambandsins hefur staðfest að sambandið hafi rætt við Vincente del Bosque um að taka við þjálfun Evrópumeistaranna af Luis Aragones.

Spænskir fjölmiðlar fullyrða reyndar að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum með ráðningu Del Bosque og að hann verði ráðinn innan tveggja vikna.

Del Bosque gerði Real Madrid tvívegis að Spánarmeistara og vann tvo Evróputitla með liðinu.

Hinn sjötugi Aragones stýrði spænska liðinu til fyrsta titils síns í 44 ár á dögunum en hann er nú í Tyrklandi að ganga frá samningi um að taka við þjálfun Fenerbahce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×