Lífið

Við erum í skýjunum, segir Nicole Kidman

Nicole Kidman.
Nicole Kidman.

Viku eftir að leikkonan Nicole Kidman fæddi stúlkubarnið, Sunday Rose, sendi hún persónulegt tölvuskeyti til ritstjórnar dagblaðsins New York Post: „Við erum í skýjunum og getum ekki hætt að stara á stelpuna. Það er mikil blessun fyrir okkur að hafa eignast þennan fallega litla engil. Við getum ekki beðið eftir að kynna ykkur fyrir henni."

Kidman og eiginmaður hennar Keith Urban hafa hinsvegar afþakkað fjölda tilboða um kaupréttinn á fyrstu myndunum af nýfæddri dóttur þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.