Lífið

Aðstoðarmaður Sarkozy gefur út leiðsögubók um franskar konur

Háttsettur starfsmaður ríkisstjórnar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta hefur gefið út leiðsögubók um París fyrir karlmenn í kvenmannsleit. Í bókinni er farið í gegnum hvert af hverfum borgarinnar, og kostir kvenna þar tíundaðir. Þannig mun Menilmontant vera paradís brjóstaunnenda, en hverfi Cörlu Bruni forsetafrúr, Madeleine, ku vera þar sem fegurstu leggina er að finna.

Höfundur bókarinnar, Pierre-Louis Colin, lítur á hana sem mótmæli við óþolandi pólitískum rétttrúnaði Kana og Breta. Colin segir að líkt og hvert landssvæði á sína sérstöku rétti, á það líka sérstaka tegund kvenna. Ferðamenn komi ekki síður til Parísar til að dáðst að frönskum konum en Eiffel turninum og Monu Lisu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.