Enski boltinn

Fowler á leið til Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Fowler í æfingaleik með Blackburn í sumar.
Robbie Fowler í æfingaleik með Blackburn í sumar. Nordic Photos / Getty Images

Forráðamenn Blackburn hafa staðfest að félagið hafi samþykkt samning við Robbie Fowler og að hann gæti þess vegna spilað með liðinu strax gegn Arsenal um helgina.

Fowler hefur verið að æfa með Blackburn síðan að gamli félagi hans frá Liverpool, Paul Ince, tók við sem knattspyrnustjóri liðsins.

Samkvæmt samningnum, sem nær aðeins til næstu þriggja mánaða, fær Fowler borgað fyrir hvern leik sem hann spilar.

„Ef þetta gengur eftir, vonandi í lok vikunnar, vill stjórinn að hann verði leikfær fyrir leikinn gegn Arsenal á laugardaginn," sagði John Williams, stjórnarformaður hjá Blackburn.

Fowler er fjórði markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur leikið með Liverpool, Leeds og Manchester City í deildinni.

Honum var boðinn samskonar samningur hjá Cardiff en hafnaði honum þegar Blackburn kom inn í myndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×