Lífið

Börnin hérna fá litla eða enga umhyggju

ellyarmanns skrifar
"Já ég er eini Íslendingurinn á svæðinu. Hér er fólk frá Bretlandi, Ameríku, Nýja Sjálandi og Ástralíu," segir Sigríður.
"Já ég er eini Íslendingurinn á svæðinu. Hér er fólk frá Bretlandi, Ameríku, Nýja Sjálandi og Ástralíu," segir Sigríður.

"Ég er að vinna sjálfboðastarf á vegum Global Volunteer Network í Danang, Víetnam. Sjálfboðastarfið felst í að bjóða fram aðstoð á ýmsum heimilum fyrir munaðarlaus börn," segir Sigríður Hostert sem starfar sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Deloitte á Íslandi en er stödd í Víetnam í sumar.

Vísir setti sig í samband við Sigríði sem hugar að fötluðum börnum og unglingum þar í landi.

"Þetta eru börn og unglingar sem eiga við andlega eða líkamlega fötlun að stríða og kenni ég þeim einnig ensku í skólanum."

"Mig hefur alltaf langað til að koma hingað til Víetnam en vildi ekki koma sem ferðamaður, þannig ég ákvað að taka þátt í þessu sjálfboðastarfi í sumarleyfinu mínu," segir Sigríður aðspurð af hverju hún lét verða að því að eyða sumarfríinu í Víetnam.

"Ástandið er nokkuð bágborið. Nærri því helmingur íbúa á landsbyggðinni lifa undir fátæktarmörkum og meira en 50% af íbúum Víetnam eru undir 25 ára. Ástandið bitnar verst á börnum og ungu fólki."

"Mörg þessara barna hafa litla sem enga umhyggju fengið. Mörg heimilanna eru undirmönnuð. Við reynum að veita þeim ást og alúð og vonandi skilar það sér í vellíðan, þó það sé ekki nema þann daginn."

"Okkur hefur einnig tekist að fá nokkra vini og vandamenn að heiman til liðs með okkur með smá fjárframlagi til að nota í viðhald á einu heimilinu sem er fyrir 37 ungmenni á aldrinum 12-28 ára sem eiga við líkamlega fötlun að stríða."

"Því miður er það oft svo að þau fjárframlög sem berast fara á heimilin þar sem ungabörnin til ættleiðingar eru," segir Sigríður Hoster að lokum.

Fólk sem vill leggja Sigríði lið við að hjálpa börnunum á heimilinu í Víetnam getur sent henni tölvupóst: sirryhostert@gmail.com.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.