Lífið

Mikil fjölgun hjá Birni bónda

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir á bloggi sínu í dag að bústofn hans telji nú tíu gripi. Sem kunnugt er á Björn stórt sumarhús í Fljótshlíðinni.

"Úr því að ég ræði búskap er rétt að láta þess getið, að ein af þremur ám mínum, sem ég taldi týnda á fjalli, er komin í leitirnar þrílemb á bæ í Landeyjunum. Hinar tvær eru bornar, tvílembar, svo að nú eru tíu gripir í sauðfjárstofni mínum," segir Björn á heimasíðu sinni bjorn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.