Lífið

Nicole Richie saknar djammsins

Móðurhlutverkið er ekki alltaf tekið út með sældinni. Þessu er Nicole Richie að kynnast. Hún hefur ítrekað lýst því yfir að lífið hafi verið betra en frábært eftir fæðingu dóttur hennar í janúar. Heimildamenn Star tímaritsins segja þó að hún sakni djammlífsins sárt.

„Áður en hún eignaðist Harlow þurfti Nicole ekki að hafa áhyggjur af neinu. Hún gerði ekkert nema að skemmta sér og versla," sagði heimildamaður blaðsins. „Núna er hún að bugast undan ábyrgðinni. Meira að segja þó henni þyki vænt um dóttur sína."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.