Grindavík hafði betur í Árbænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2008 19:00 Scott Ramsay átti stóran hlut í marki Grindavíkur í kvöld. Grindavík vann 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í lokaleik áttundu umferðar Landsbankadeildar karla með marki Alexanders Veigars Þórarinssonar. Markið skoraði hann eftir glæsilega rispu Scott Ramsay sem tætti í sig Fylkisvörnina. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að komast á Boltavaktina eða settu inn slóðina visir.is/boltavakt. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill. Fylkismenn byrjuðu leikinn mjög varlega og leyfðu Grindvíkingum að halda boltanum. Í fyrstu gekk Grindvíkingum illa að sækja upp völlinn en þá tók Scott Ramsay til sinna mála. Hann lék tvo varnarmenn Fylkis afar grátt við endalínuna, gaf út í teiginn þar sem Andri Steinn Birgisson átti skot í stöng. Boltinn barst þá á hina stöngina þar sem Alexander Veigar Þórarinsson var mættur og skoraði af stuttu færi. Eftir þetta hættu Fylkismenn sér framar á völlinn og við það opnaðist leikurinn aðeins. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en helst bar skalli Ólafs Stígssonar eftir fyrirgjöf Jóhanns Þórhallssonar undir lok hálfleiksins. Ólafur var í fínu skallafæri en hitti boltann illa. Fylkismenn voru mun betri í síðari hálfleik en þeim fyrri og sóttu mikið. Grindvíkingar áttu aðeins örfáar marktilraunir og ætluðu greinilega að leggja ofurkapp á að verja forystuna. Það virtist ganga ágætlega þar sem Fylkismönnum gekk iðulega illa að klára sóknir sínar með almennilegri marktilraun. Bestu tilraunina átti Guðni Rúnar Helgason um miðbik hálfleikins er hann skaut í samskeytin á marki Grindavíkur beint úr aukaspyrnu. Bogi Rafn Einarsson fékk svo tækifæri til að gulltryggja sigur Grindvíkinga í lokin en skot hans úr mjög góðu færi fór framhjá. Úrslitin þýða að Fylkismenn hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð en Grindvíkingar hafa hins vegar unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum en bæði lið eru nú með níu stig. Grindavík er í níunda sæti deildarinnar eftir átta leiki og Fylkir í því tíunda eftir níu leiki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Grindavík vann 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í lokaleik áttundu umferðar Landsbankadeildar karla með marki Alexanders Veigars Þórarinssonar. Markið skoraði hann eftir glæsilega rispu Scott Ramsay sem tætti í sig Fylkisvörnina. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að komast á Boltavaktina eða settu inn slóðina visir.is/boltavakt. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill. Fylkismenn byrjuðu leikinn mjög varlega og leyfðu Grindvíkingum að halda boltanum. Í fyrstu gekk Grindvíkingum illa að sækja upp völlinn en þá tók Scott Ramsay til sinna mála. Hann lék tvo varnarmenn Fylkis afar grátt við endalínuna, gaf út í teiginn þar sem Andri Steinn Birgisson átti skot í stöng. Boltinn barst þá á hina stöngina þar sem Alexander Veigar Þórarinsson var mættur og skoraði af stuttu færi. Eftir þetta hættu Fylkismenn sér framar á völlinn og við það opnaðist leikurinn aðeins. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en helst bar skalli Ólafs Stígssonar eftir fyrirgjöf Jóhanns Þórhallssonar undir lok hálfleiksins. Ólafur var í fínu skallafæri en hitti boltann illa. Fylkismenn voru mun betri í síðari hálfleik en þeim fyrri og sóttu mikið. Grindvíkingar áttu aðeins örfáar marktilraunir og ætluðu greinilega að leggja ofurkapp á að verja forystuna. Það virtist ganga ágætlega þar sem Fylkismönnum gekk iðulega illa að klára sóknir sínar með almennilegri marktilraun. Bestu tilraunina átti Guðni Rúnar Helgason um miðbik hálfleikins er hann skaut í samskeytin á marki Grindavíkur beint úr aukaspyrnu. Bogi Rafn Einarsson fékk svo tækifæri til að gulltryggja sigur Grindvíkinga í lokin en skot hans úr mjög góðu færi fór framhjá. Úrslitin þýða að Fylkismenn hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð en Grindvíkingar hafa hins vegar unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum en bæði lið eru nú með níu stig. Grindavík er í níunda sæti deildarinnar eftir átta leiki og Fylkir í því tíunda eftir níu leiki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira