Erlent

Um 100 af börnum sértrúarhóps á fósturheimili

Um 100 af þeim rúmlega 400 börnum sem tekin voru af búgarði sértrúarhóps sem stundar fjölkvæni í Texas hefur verið komið fyrir á fósturheimilum. Talsmaður sértrúarhópsins sem og lögfræðingar hans hafa mótmælt þessu og segja að ekkert samráð hafi verið haft við fjölskyldur barnanna um þessa ráðstöfun.

DNA rannsókn stendur nú yfir til þess að fá úr því skorið hver eigi hvaða barn innan sértrúarhópsins. Er rannsóknin gerð samhliða dómsmáli gegn hópnum fyrir fjölkvæni, nauðganir og samræði við börn undir lögaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×