Innlent

Skotlandsmálaráðherra fundar með forsætis- og iðnaðarráðherra

Geir Haarde tekur á móti Murphy í dag.
Geir Haarde tekur á móti Murphy í dag.

James Murphy,  skotlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, kemur í vinnuheimsókn til Íslands í dag að eigin ósk. Hann mun hitta Geir H. Haarde forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, segir að hugmyndin að heimsókninni sé nýtilkomin og hafi verið rædd rétt fyrir helgi og um helgina. Urður býst við að helsta umræðuefnið verði samskipti ríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×