Lífið

Frjósamar konur stynja hæst

Dónatal og frygðarstunur eru til marks um frjósemi. Því hærra sem konur stynja í kynlífi, því nær eru þær frjósamasta tímabili mánaðarins. Þessu hafa vísindamenn hjá háskólanum í New York komist að. Þeir tóku upp kynlífshljóð kvenna á mánaðartímabili og spiluðu fyrir nemendur skólans, sem voru beðnir um að meta hve kynþokkafull þau væru. Bæði karl- og kvenkyns nemendum þóttu upptökurnar frá frjósamasta tímabili kvennanna kynþokkafyllstar.

Vísindamennirnir segja þessar niðurstöður styðja kenningar um að hormónar hafi áhrif á rödd kvennanna. Hún verði bæði skærari og hærri í kringum egglos. Þessi merku sannindi skipa líklega mismiklu máli fyrir fólk. Fatafellur ættu þó að reyna að skipuleggja vaktatöfluna eftir þeim, en svipuð rannsókn benti til þess að þæt þéni mest þjórfé í kringum egglos.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.