Lífið

Nóg af íslensku brennivíni í Belgrad

ellyarmanns skrifar
Dr. Gunni er hættur að djúsa.
Dr. Gunni er hættur að djúsa.

"Ég er búinn að fara í tvo partí þar sem fríbúsið flóði. Ég held ég sé alveg hættur að drekka núna," segir Dr. Gunni sem er staddur á vegum Fréttablaðsins í Belgrad í þeim tilgangi að fylgjast náið með fulltrúum Íslands í Eurovision.

"Í fjölmiðlahöllinni líður manni dálítið eins og maður sé á heimilissýningunni í Laugardalshöll 1988, nema nú er verið að selja 43 misléleg popplög."
Eurobandið sló algjörlega í gegn. Mynd/GVA

"Ég fíla að 43 þjóðir sjái ástæðu til að vera með í þessu. Það ætla allir að vinna."

"Það er gaman að hitta íslenska liðið og partíið í fyrradag var vel heppnað. Íslenskt brennivín og Íslandskynning, vantaði bara hákarl. Eurobandið tók 16 lög og sló algjörlega í gegn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.