Lífið

Sprengjuhöllin spilar í sundi

Sprengjuhöllin.
Sprengjuhöllin.

„Við erum að fara að spila í Laugardalslauginni í dag og verðum á bakkanum upp úr klukkan fimm," segir Snorri Helgason meðlimur hljósveitarinnar Sprengjuhöllin þegar Vísir spyr frétta.

„Okkur langaði til að gera þetta skemmtilegt. Það var umboðsmaðurinn okkar sem sá um að fá tilskilin leyfi fyrir þessu. Svo ætlar fólk frá Kastljósinu að taka upp innslag."



Laugardalslaugin. Mynd/Stefán.

„Nýja lagið heitir Sumar í Múla. Við vorum að taka það upp og vorum að setja það í spilun. Það ætti að vera komið á flestar útvarpsstöðvarnar. Þetta er fyrsta lagið fyrir næstu plötu sem við erum að vinna í."

„Platan kemur út í lok október. Það verður líklega Sena sem gefur hana út. Við erum ekki búnir að ganga frá því," segir Snorri aðspurður út í væntanlega plötu.

Sprengjuhöllin mun spila á Innipúkanum um verslunarmannahelgina.

Umboðsmaður Sprengjuhallarinnar hafði samband og sagði tónleika Sprengjuhallarinnar hefjast klukkan 19.30 í Laugardalslauginni en ekki klukkan fimm eins og áætlað var.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.