Símun gæti orðið fyrsti færeyski Íslandsmeistarinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2008 10:49 Símun Samúelsen í leik með Keflavík gegn HK í sumar. Mynd/Anton Það er gríðarlegu áhugi í Færeyjum fyrir lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu á morgun. Símun Samúelsen getur orðið fyrsti færeyski knattspyrnumaðurinn sem verður Íslandsmeistari í knattspyrnu. Áhuginn er svo mikill að það eru nokkrir færeyskir blaðamenn væntanlegir til landsins í dag til að fylgjast með leiknum í Keflavík á morgun. Fjölmargir Færeyingar hafa leikið með liðum hér á landi en hingað til hefur engum þeirra tekist að lyfta Íslandsmeistaratitlinum. Símun hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur undanfarin ár og er nú í bullandi séns. „Það er nú samt ekkert komið enn," sagði hann í samtali við Vísi. „Það er ekki víst að ég verði sá fyrsti en auðvitað stefni ég að því. Ég er jákvæður fyrir þessum leik og gott að þetta er enn í okkar höndum. Við ætlum að klára þetta með stæl." Keflavík mætir Fram á morgun og sigur tryggir liðinu Íslandsmeistaratitilinn. Liðið má gera jafntefli eða tapa en þá þurfa úrslit leiks FH og Fylkis að vera liðinu hagstæð. Símun segir að það sé mikið fylgst með íslenska boltanum í Færeyjum. Þeir séu líka oft að metast við íslensku deildina. „Um leið og Færeyingum finnst þeir gera betur á einhverjum vettvangi knattspyrnunnar eru þeir duglegir að segja frá því. En svo heyrist ekkert þegar að hitt gerist. Þeir vilja með betri deild hjá sér en á Íslandi þó að það sé vissulega ekki svo í dag," sagði Símun. Hann segir að það ríki mikil spenna fyrir leikinn á morgun. „Það kemst ekki mikið annað að en knattspyrna þessa dagana. Maður er hættur að geta hlustað á eitthvað annað umræðuefni - það kemst bara ekkert annað að," sagði hann í léttum dúr. „En það er ljóst að Fram er með gríðarlega gott lið. Við vitum þó hvað við getum gert á heimavelli og ætlum að klára þennan leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Það er gríðarlegu áhugi í Færeyjum fyrir lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu á morgun. Símun Samúelsen getur orðið fyrsti færeyski knattspyrnumaðurinn sem verður Íslandsmeistari í knattspyrnu. Áhuginn er svo mikill að það eru nokkrir færeyskir blaðamenn væntanlegir til landsins í dag til að fylgjast með leiknum í Keflavík á morgun. Fjölmargir Færeyingar hafa leikið með liðum hér á landi en hingað til hefur engum þeirra tekist að lyfta Íslandsmeistaratitlinum. Símun hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur undanfarin ár og er nú í bullandi séns. „Það er nú samt ekkert komið enn," sagði hann í samtali við Vísi. „Það er ekki víst að ég verði sá fyrsti en auðvitað stefni ég að því. Ég er jákvæður fyrir þessum leik og gott að þetta er enn í okkar höndum. Við ætlum að klára þetta með stæl." Keflavík mætir Fram á morgun og sigur tryggir liðinu Íslandsmeistaratitilinn. Liðið má gera jafntefli eða tapa en þá þurfa úrslit leiks FH og Fylkis að vera liðinu hagstæð. Símun segir að það sé mikið fylgst með íslenska boltanum í Færeyjum. Þeir séu líka oft að metast við íslensku deildina. „Um leið og Færeyingum finnst þeir gera betur á einhverjum vettvangi knattspyrnunnar eru þeir duglegir að segja frá því. En svo heyrist ekkert þegar að hitt gerist. Þeir vilja með betri deild hjá sér en á Íslandi þó að það sé vissulega ekki svo í dag," sagði Símun. Hann segir að það ríki mikil spenna fyrir leikinn á morgun. „Það kemst ekki mikið annað að en knattspyrna þessa dagana. Maður er hættur að geta hlustað á eitthvað annað umræðuefni - það kemst bara ekkert annað að," sagði hann í léttum dúr. „En það er ljóst að Fram er með gríðarlega gott lið. Við vitum þó hvað við getum gert á heimavelli og ætlum að klára þennan leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira