Lífið

Sumarsmellsval á Myspace-síðu Monitor

Motion Boys á einn af sumarsmellum ársins hjá Monitor. MYND/Myspace
Motion Boys á einn af sumarsmellum ársins hjá Monitor. MYND/Myspace

Popptímaritið Monitor hefur sett inn fimm lög á Myspace-síðu sem berjast um þann eftirsótta titil sumarsmellurinn 2008. „Við viljum fá úrskorið eitt skipti fyrir öll hver sé sumarsmellurinn í ár. Það er allt alveg einstaklega frjótt og skemmtilegt núna og við viljum bara að fá fólk til þess að hlusta og tjá sig svo um lögin,"segir Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Monitor.

„Þetta er svona til gamans gert, engin formleg kosning, meira til þess að skapa umræðu um lögin, fyrir þá sem þurfa að sitja inn á skrifstofum allt á sumrin og hafa lítið betra að gera en að skoða netið." segir Atli sem bendir á að nýtt Monitor komi út föstudaginn næstkomandi, fullt af nýju efni.

Lögin sem um ræðir eru þessi: Hörku djöfuls fanta ást með Lifun; Queen of Hearts með Motion Boys; Just getting started með Diktu; Þú komst við hjarta mitt með Hjaltalín og Eye of a Cloud Cat með Agent Fresco.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.