Gagnrýna að veiðifélagar ráðherra fái milljónir í styrk 11. júní 2008 11:02 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Veiðifélagar hans fá milljónir í styrk. Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum." Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum."
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira