Innlent

Mótmæli gegn VR halda áfram

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.

Mótmælastöðu verður fram haldið við höfuðstöðvar VR í Húsi verslunarinnar í hádeginu í dag. Kristófer Jónsson, félagi í VR segist vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Til stendur að afhenda undirskriftalista þar sem óskað er eftir félagsfundi í VR en mótmælendurnir eru óánægðir með framgöngu formanns VR og stjórnarinnar í heild sinni.

„Við vorum þrír fyrst og síðan mættu fimmtán," segir Kristófer. Hann segist viss um að fleiri mæti í dag ekki síst í ljósi þess hve mikla athygli mótmælin hafi fengið en einn mótmælanda var gestur í SIlfri Egils um helgina.

Kristófer segir ekki ljóst á þessari stundu hvort tekist hafi að safna nægilega mörgum undiskriftum en 200 félagsmenn þarf til að óska eftir félagsfundi. „Við erum að safna listunum saman og erum vongóðir um að geta afhent listann í hádeginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×