Lífið

Gamall draumur rætist hjá Kristjönu

Kristjana Stefánsdóttir.
Kristjana Stefánsdóttir.

„Þetta er gamall draumur að syngja blús og nú á 20 ára söngafmælinu mínu var ég loksins nógu kjörkuð að gera svona plötu," segir Kristjana Stefánsdóttir söngkona þegar Vísir hefur samband.

„Ég var að klára fimmtu plötuna mína sem heitir Better Days Blues. Hún kemur út þann 20. ágúst. Ég ætla að fylgja plötunni eftir með tónleikaferð bæði hérlendis og erlendis."

„Tónlistin á þessari plötu er miklu kraftmeiri en ég hef gert áður enda blúsplata sem inniheldur þrettán lög og þar af eru þrjú eftir mig sjálfa, bæði lag og texti."

www.myspace.com/kristjanastefansmusic





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.