Enski boltinn

Útilokar að deila heimavelli með Everton

NordicPhotos/GettyImages

Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, segir útilokað að félagið muni íhuga að deila heimavelli með grönnum sínum Everton.

Orðrómur hefur verið á kreiki á Englandi um að Liverpool og Everton séu í viðræðum um að byggja saman nýjan heimavöll.

Parry neitar þessum orðrómi og segir að Liverpool muni setja áætlanir um byggingu nýja vallarins á fullt þegar efnahagsástandið í landinu nær stöðugleika á ný.

"Við erum ekki að skoða það að byggja völl með Everton. Á meðan ástandið í fjármálaheiminum eins og það er núna er bæði erfitt og áhættusamt að standa í slíkum framkvæmdum," sagði Parry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×