Innlent

Margir félagsmenn VR ósáttir með formanninn

Félagsmenn í VR eru margir ósáttir við að Gunnar Páll Pálsson, formaður félagsins, hafi tekið þátt í að fella niður ábyrgð starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfa sem þeir áttu í banakanum. Maður sem greitt hefur í félagið í tvo áratugi mætti á skrifstofu VR í dag til að krefjast þess að Gunnar Páll segi af sér.

Gunnar Páll vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins en í gær sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa valið skásta kostinn í stöðunni.

Stjórn félagsins lýsti yfir stuðningi við hann í gær. Félagsmenn eru hins vegar margir ósáttir. Trúnaðarmenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru óánægðir með hvernig Gunnar stóð að málum en vildu ekki tjá sig fyrr en eftir fund sem þeir ætla að eiga með honum í næstu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×