Innlent

Utanríkisráðherra Noregs kemur í heimsókn á morgun

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun, mánudag 3. nóvember.

Hann kemur í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og endurgeldur þar með heimsókn hennar til Noregs sumarið 2007.

Utanríkisráðherrarnir munu á fundi sínum ræða samskipti ríkjanna, efnahagsmál og horfur í alþjóðamálum. Þá mun Jonas Gahr Støre funda með forsætisráðherra, Geir H. Haarde, auk þess sem hann heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands um Norðurslóðir og er ræðumaður á opnum fundi Samfylkingarinnar í Iðnó.

Fundur utanríkisráðherrana verður í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og að honum loknum verður undirritaður samningur um kolvetnisauðlindir sem liggja beggja vegna markalínu landgrunnsins milli Íslands og Jan Mayen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×