Lífið

Elvis á Skoda

„Hann vekur mikla athygli," segir Ragnheiður Vala Arnarsdóttir. Friðrik Páll eiginmaður hennar er eigandi forláta Skoda sem ber einkanúmerið Elvis. Þau hjónin búa í Eyjum, en Ragnheiður segist taka eftir miklum áhuga á númerinu þegar þau fari í bæinn, og komið hafi fyrir að ferðamenn láti taka af sér myndir með bílnum.

Ragnheiður segir eiginmanninn lengi hafa verið mikinn aðdáanda kóngsins. Hann eigi allar hans plötur og fullan skáp af munum tengdum kónginum. Þegar hann átti svo stórafmæli fyrir nokkrum árum ákváðu ættingjar Friðriks að gefa honum númerið. Elvis á harðan kjarna aðdáenda á Íslandi, en öllum að óvörum var númerið á lausu. Það hafði þá verið frátekið lengi en ekki sótt.

„Hann var agalega ánægður með þetta," segir Ragnheiður, en bætir við að Friðrik sé þó ekkert að flagga áhuga sínum á kóngnum um of. Hann sé ekki meðlimur í aðdáendaklúbbnum, og myndi ekki fara að horfa á Elvis eftirhermur í búningi. „Honum finnst það illa farið með Elvis. Hann á þetta bara fyrir sig," segir Ragnheiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.