Lífið

Ástin blómstrar víst hjá Siennu

Sienna Miller og Rhys Ifans.
Sienna Miller og Rhys Ifans.

Breska pressan hefur eytt þó nokkrum dálkum í vangaveltur um tilfinningar leikkonunnar Siennu Miller í garð leikarans Rhys Ifans.

Sienna kemur skemmtilega á óvart í nýjasta hefti breska tímaritsins Elle þar sem hún ræðir opinskátt um samband hennar og Rhys sem er þekktur fyrir að leika meðleigjanda Hugh Grant í kvikmyndinni Notting Hill.

„Þegar ég heyri nafn hans brosi ég samstundis eins og asni því alltaf þegar ég hugsa um hann líður mér vel. Hann gerir mig einfaldlega hamingjusama," segir Sienna.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.