Lífið

Brad vill ekki að börnin heiti eftir blótsyrði

Leikaraparið Angelina Jolie og Brad Pitt á sem kunnugt er von á tvíburum í ágúst, en geta að sögn slúðurpressunnar vestanhafs engan veginn komið sér saman um hvað þeir eiga að heita.

Samkvæmt sögusögnunum mun Brangelina bæta tveimur stúlkum við þegar myndarlegan barnaskarann. Eins og aðrir verðandi foreldrar ræða þau mikið um hvað skuli skíra gullmolana, og sitt sýnist hverjum. Angelina vill að stúlkurnar heiti Castor og Pollox eftir skærustu stjörnunum í Tvíburanum, stjörnumerki sínu. Brad finnst þetta arfaslök hugmynd, enda finnst honum Pollox hljóma eins og bollocks, enskt blótsyrði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.