Lífið

Myndar fræga fólkið í útlöndum

Baldur starfar meðal annars í Ameríku, Hollandi, Þýskalandi, Indlandi, Danmörku, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. MYND/Ulrika Malm.
Baldur starfar meðal annars í Ameríku, Hollandi, Þýskalandi, Indlandi, Danmörku, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. MYND/Ulrika Malm.

"Undanfarið hef ég unnið mikið í músíkljósmyndun. Ég varð að hvíla mig aðeins á tískunni," svarar Baldur Bragason sem starfar sem ljósmyndari í Svíþjóð þar sem hann hefur búið í 7 ár þegar Vísir spyr hann frétta.

Nordic Photos, sem er öflugur myndabanki, stofnaði nýverið umboðsskrifstofu ljósmyndara fyrir öll Norðurlöndin. Umboðsskrifstofan valdi fjóra sænska ljósmyndara og svo Baldur sem eina Íslendinginn. Svo vel vill til að einn af þessum fjóru sænsku ljósmyndurum er sambýliskona Baldurs, Ulrika Malm.

Baldur myndaði nýverið Flo Rida sem prýðir forsíðu sænska tímaritsins Piraja.

Baldur hefur verið upptekinn við að ljósmynda fræga fólkið í Svíþjóð en eitt af verkefnum hans í sumar er að mynda hljómsveitarmeðlimi Pink Floyd fyrir Polar Music Prize.

Vefur Baldurs - bragason.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.