Lífið

Ryan Seacrest gæti tekið við af Larry King

Idol-kynnirinn Ryan Seacrest gæti mögulega skipt gólandi ungmennum út fyrir miðaldra þjóðarleiðtoga á næsta ári. Samkvæmt heimildamönnum innan CNN er Seacrest í viðræðum við stöðina um að taka við af Larry King í lok árs.

King hefur stýrt geysivinsælum spjallþætti sínum um það bil frá því á járnöld, og vinur hans Seacrest hefur einstaka sinnum hlaupið í skarðið fyrir hann. King lýsti því yfir í viðtali við New York Times í fyrra að Seacrest var klassískur generalisti, og væri efst á lista yfir þá sem hann vildi að tækju við af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.