Fótbolti

Ten Cate ráðinn til Panathinaikos

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hen Ten Cate.
Hen Ten Cate.

Henk Ten Cate hefur verið ráðinn þjálfari Panathinaikos en gríska félagið tilkynnti þetta í dag. Ten Cate var rekinn sem aðstoðarstjóri Chelsea fljótlega eftir að knattspyrnustjórinn Avram Grant var látinn taka pokann sinn.

Ten Cate skrifaði undir tveggja ára samning við Panathinaikos. Hann er mjög virtur í fótboltaheiminum þó hann hafi komist í fréttirnar fyrir misjafna hluti hjá Chelsea. Meðal annars lenti hann næstum í slagsmálum við John Terry á æfingasvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×