Stórsigur Arsenal - Hull í fjórða sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2008 16:09 Leikmenn Hull fagna marki í dag en stuðningsmenn Newcastle trúa ekki eigin augum. Nordic Photos / Getty Images Hull gerði sér lítið fyrir og tyllti sér í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með góðum sigri á Newcastle á útivelli. Arsenal slátraði Blackburn, 4-0, og er í öðru sæti - einu stigi á eftir Liverpool. Þetta hefur verið hræðileg vika fyrir Newcastle og ekki skánaði hún í dag er liðið tapaði fyrir nýliðum Hull á heimavelli. West Ham mistókst að koma sér við hlið Arsenal í dag en það tapaði fyrir West Brom á útivelli í dag, 3-2, þökk sé sigurmarki Chris Brunt undir lok leiksins. Heiðar Helguson og Grétar Rafn Steinsson komu báðir við sögu hjá Bolton er liðið tapaði fyrir Fulham á útivelli, 2-1. Hermann Hreiðarsson lék í nokkrar mínútur er Portsmouth vann 2-1 sigur á Middlesbrough. Þá skildu lið Wigan og Sunderland jöfn, 1-1.West Brom - West Ham 3-2 Leikurinn byrjaði af miklum krafti en James Morrisson kom heimamönnum yfir strax í upphafi leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Borja Valero. Gianfranco Zola fylgdist með úr stúkunni en hann byrjar ekki formlega í nýju vinnunni fyrr en á mánudaginn. Það gladdi hann þó eflaust þegar að Mark Noble náði frákastinu eftir að Scott Carson varði skalla David di Michele. Noble þurfti lítið að hafa fyrir markinu. Og aðeins nokkrum mínútum síðar kom Lucas Neill West Ham yfir í leiknum með marki af stuttu færi eftir sendingu Matthew Upson. En það liðu ekki nema fáeinar mínútur þar til að West Brom jafnaði metin. Robert Green markvörður er dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Leon Barnett og var vítaspyrna dæmd. Roman Bednar jafnaði metin. Þannig stóðu leikar þar til um stundarfjórðungur var eftir og Chris Brunt skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark sem um leið tryggði West Brom dýrmætan sigur í deildinni.Blackburn - Arsenal 0-4 Theo Walcott var í byrjunarliði Arsenal eftir hetjudáðir sínar með enska landsliðinu í vikunni. Hann lagði einmitt upp fyrsta mark leiksins fyrir Robin van Persie en þetta var hans áttunda mark í sjö leikjum gegn Blackburn. Emmanuel Adebayor bætti svo öðru marki við fyrir Arsenal áður en fyrri hálfleikur var úti. Hann skoraði svo þriðja mark Arsenal úr vítaspyrnu í síðari hálfleik eftir að Stephen Warnock var talinn hafa brotið á Emmanuel Eboue. Hann fullkomnaði svo þrennuna undir lok leiksins og innsiglaði þar með 4-0 sigur Arsenal.Wigan - Sunderland 1-1 Heimamenn urðu fyrir miklu áfalli strax í upphafi leiks er Titus Bramble skoraði neyðarlegt sjálfsmark með skalla eftir sendingu Steed Malbranque frá hægri. Amr Zaki náði að jafna metin svo í síðari hálfleiks en hann hefur farið mikinn síðan hann gekk til liðs við Wigan og skoraði fimm mörk til þessa með félaginu. Steve Bruce sagði meira að segja að hann væri með betri framherjum heims. Lee Cattermole fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á teemu Tainio, leikmanni Sunderland, en það kom ekki að sök og liðin skildu jöfn, 1-1.Fulham - Bolton 2-1 Ungverjinn Zoltan Gera var ekki lengi að láta til sín taka og skoraði fyrsta mark leiksins eftir um stundarfjórðungsleik. Hann færði sér í nyt að varnarmenn Bolton náðu ekki að hreinsa almennilega frá velli og skoraði með laglegu skoti frá vítateigslínunni. Bobby Zamora kom Fulham tveimur mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks með laglegu marki sem var hans fyrsta fyrir Fulham. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton en hann fór út af á 65. mínútu og Heiðar Helguson kom inn í hans stað. Heiðar var þar með að leika gegn sínu gamla félagi en hann skoraði þegar liðin mættust í fyrra. Hann komst nálægt því a skora aftur þegar að Bolton minnkaði muninn. Kevin Davies skallaði að marki eftir útspyrnu Jaaskelainen en Heiðar komst nálægt því að eiga síðustu snertinguna áður en boltinn hafnaði í netinu.Portsmouth - Middlesbrough 2-1 Hermann Hreiðarsson var ekki í byrjunarliði Portsmouth frekar en í fyrrum leikjum. Það var hins vegar Mido sem kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn eftir góðan samleik við Afonso Alves. En heimamenn jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks með marki Jermain Defoe eftir laglegan undirbúning Peter Crouch. Defoe náði svo að tryggja sínum mönnum sigur með marki af stuttu færi eftir sendingu Glen Johnson. Hermann hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður.Newcastle - Hull 1-2 Þetta hefur verið erfið vika fyrir Newcastle en stuðningsmenn félagsins mótmæltu störfum Mike Ashley eiganda félagsins fyrir leikinn á nokkrum stöðum í borginni. Ekki var það betra inn á vellinum þar sem nýliðar Hull var andstæðingurinn að þessu sinni. Í fyrri hálfleik fékk Newcastle á sig víti eftir að Nicky Butt braut á Peter Halmosi en Marlon King skoraði úr vítinu og kom Hull yfir. Ekki skánaði það í upphafi síðari hálfleiks er King skoraði öðru sinni. Newcastle átti hornspyrnu en Hull hreinsaði boltann frá. Hann barst á King sem lék á Charles N'Zogbia og skilaði knettinum í netið. Xisco lék í dag sinn fyrsta leik með Newcastle og þakkaði fyrir sig með því að jafna metin þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. En til að bæta gráu á svart fékk Danny Guthrie, leikmaður Newcastle, rautt í blálok leiksins fyrir að sparka að Craig Fagan. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira
Hull gerði sér lítið fyrir og tyllti sér í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með góðum sigri á Newcastle á útivelli. Arsenal slátraði Blackburn, 4-0, og er í öðru sæti - einu stigi á eftir Liverpool. Þetta hefur verið hræðileg vika fyrir Newcastle og ekki skánaði hún í dag er liðið tapaði fyrir nýliðum Hull á heimavelli. West Ham mistókst að koma sér við hlið Arsenal í dag en það tapaði fyrir West Brom á útivelli í dag, 3-2, þökk sé sigurmarki Chris Brunt undir lok leiksins. Heiðar Helguson og Grétar Rafn Steinsson komu báðir við sögu hjá Bolton er liðið tapaði fyrir Fulham á útivelli, 2-1. Hermann Hreiðarsson lék í nokkrar mínútur er Portsmouth vann 2-1 sigur á Middlesbrough. Þá skildu lið Wigan og Sunderland jöfn, 1-1.West Brom - West Ham 3-2 Leikurinn byrjaði af miklum krafti en James Morrisson kom heimamönnum yfir strax í upphafi leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Borja Valero. Gianfranco Zola fylgdist með úr stúkunni en hann byrjar ekki formlega í nýju vinnunni fyrr en á mánudaginn. Það gladdi hann þó eflaust þegar að Mark Noble náði frákastinu eftir að Scott Carson varði skalla David di Michele. Noble þurfti lítið að hafa fyrir markinu. Og aðeins nokkrum mínútum síðar kom Lucas Neill West Ham yfir í leiknum með marki af stuttu færi eftir sendingu Matthew Upson. En það liðu ekki nema fáeinar mínútur þar til að West Brom jafnaði metin. Robert Green markvörður er dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Leon Barnett og var vítaspyrna dæmd. Roman Bednar jafnaði metin. Þannig stóðu leikar þar til um stundarfjórðungur var eftir og Chris Brunt skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark sem um leið tryggði West Brom dýrmætan sigur í deildinni.Blackburn - Arsenal 0-4 Theo Walcott var í byrjunarliði Arsenal eftir hetjudáðir sínar með enska landsliðinu í vikunni. Hann lagði einmitt upp fyrsta mark leiksins fyrir Robin van Persie en þetta var hans áttunda mark í sjö leikjum gegn Blackburn. Emmanuel Adebayor bætti svo öðru marki við fyrir Arsenal áður en fyrri hálfleikur var úti. Hann skoraði svo þriðja mark Arsenal úr vítaspyrnu í síðari hálfleik eftir að Stephen Warnock var talinn hafa brotið á Emmanuel Eboue. Hann fullkomnaði svo þrennuna undir lok leiksins og innsiglaði þar með 4-0 sigur Arsenal.Wigan - Sunderland 1-1 Heimamenn urðu fyrir miklu áfalli strax í upphafi leiks er Titus Bramble skoraði neyðarlegt sjálfsmark með skalla eftir sendingu Steed Malbranque frá hægri. Amr Zaki náði að jafna metin svo í síðari hálfleiks en hann hefur farið mikinn síðan hann gekk til liðs við Wigan og skoraði fimm mörk til þessa með félaginu. Steve Bruce sagði meira að segja að hann væri með betri framherjum heims. Lee Cattermole fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á teemu Tainio, leikmanni Sunderland, en það kom ekki að sök og liðin skildu jöfn, 1-1.Fulham - Bolton 2-1 Ungverjinn Zoltan Gera var ekki lengi að láta til sín taka og skoraði fyrsta mark leiksins eftir um stundarfjórðungsleik. Hann færði sér í nyt að varnarmenn Bolton náðu ekki að hreinsa almennilega frá velli og skoraði með laglegu skoti frá vítateigslínunni. Bobby Zamora kom Fulham tveimur mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks með laglegu marki sem var hans fyrsta fyrir Fulham. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton en hann fór út af á 65. mínútu og Heiðar Helguson kom inn í hans stað. Heiðar var þar með að leika gegn sínu gamla félagi en hann skoraði þegar liðin mættust í fyrra. Hann komst nálægt því a skora aftur þegar að Bolton minnkaði muninn. Kevin Davies skallaði að marki eftir útspyrnu Jaaskelainen en Heiðar komst nálægt því að eiga síðustu snertinguna áður en boltinn hafnaði í netinu.Portsmouth - Middlesbrough 2-1 Hermann Hreiðarsson var ekki í byrjunarliði Portsmouth frekar en í fyrrum leikjum. Það var hins vegar Mido sem kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn eftir góðan samleik við Afonso Alves. En heimamenn jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks með marki Jermain Defoe eftir laglegan undirbúning Peter Crouch. Defoe náði svo að tryggja sínum mönnum sigur með marki af stuttu færi eftir sendingu Glen Johnson. Hermann hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður.Newcastle - Hull 1-2 Þetta hefur verið erfið vika fyrir Newcastle en stuðningsmenn félagsins mótmæltu störfum Mike Ashley eiganda félagsins fyrir leikinn á nokkrum stöðum í borginni. Ekki var það betra inn á vellinum þar sem nýliðar Hull var andstæðingurinn að þessu sinni. Í fyrri hálfleik fékk Newcastle á sig víti eftir að Nicky Butt braut á Peter Halmosi en Marlon King skoraði úr vítinu og kom Hull yfir. Ekki skánaði það í upphafi síðari hálfleiks er King skoraði öðru sinni. Newcastle átti hornspyrnu en Hull hreinsaði boltann frá. Hann barst á King sem lék á Charles N'Zogbia og skilaði knettinum í netið. Xisco lék í dag sinn fyrsta leik með Newcastle og þakkaði fyrir sig með því að jafna metin þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. En til að bæta gráu á svart fékk Danny Guthrie, leikmaður Newcastle, rautt í blálok leiksins fyrir að sparka að Craig Fagan.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira